11.09.2017 - 10:00

Ašalfundur og afmęli

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf, fyrir starfsárið 2016, verður haldinn í Eyrardalsbænum laugardaginn 16. september 2017 kl. 14.00.

Dagskrá fundarins skv. 11. gr samþykkta félagsins:
1. Setning aðalfundarins
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2015
4. Lagðir fram ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2015 til umræðu og afgreiðslu
5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins)
6. Kosning fimm manna stjórnar
7. Kosning eins varamanns í stjórn
8. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga + 1 varamanns
9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og skoðunarmanna
10. Önnur mál sem eru löglega upp borin

Að loknum aðalfundastörfum verður boðið upp á kaffi, konfekt og skemmtilegheit í tilefni af 10 ára stofnafmæli Melrakkasetursins.

Verið velkomin.

09.06.2017 - 12:41

7 įra afmęli Melrakkaseturs

Frį opnunarhįtišinni įriš 2010
Frį opnunarhįtišinni įriš 2010
« 1 af 5 »
Laugardaginn 10.júní bjóðum við ykkur að fagna með okkur 7 ára afmæli Melrakkasetursins.

Þetta verður frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Við munum bjóða uppá kökur, kaffi, gos og sykursætan candyfloss.
Á dagskrá er andlitsmálun, dorgveiðikeppni með tilheyrandi verðlaunum og fleiri skemmtilegir leikir fyrir börnin.
Frítt verður inn á safnið. 


Dagskráin
14:00 Veislan byrjar. Kökur, kaffi, gos og djús í boði fyrir alla sem mæta. Andlitsmálun fyrir börnin.
15:00-16:00 Dorgveiðikeppnin og leikir. Verðlaun fyrir stærsta fiskinn, minnsta fiskinn og fyrir flesta veidda fiska.

Hlökkum til að njóta sumarsins með ykkur og sjáumst hress
Sķša 1
Vefumsjón