Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf.
Aðalfundarboð
Kæri hluthafi
Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. verður haldinn fimmtudaginn
4. september 2014 klukkan 20:00 í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.
Dagskrá fundarins verður í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins:
- Setning aðalfundarins
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
- Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2013 til umræðu og afgreiðslu
- Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins).
- Kosning fimm manna stjórnar
- Kosning eins varamanns í stjórn
- Kosning löggilts endurskoðanda
- Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda
- Önnur mál sem löglega eru upp borin
Stjórnin leggur fram breytingatillögur á samþykktum félagsins og verða þær teknar til umræðu og atkvæða á aðalfundinum. Tillögurnar er hægt að nálgast á Melrakkasetrinu, með tölvupósti á melrakki@melrakki.is eða í síma 456 4922.
Í 21. grein samþykkta félagsins segir:
Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 2/3 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum, enda sé annað atkvæðamagn ekki áskilið í samþykktum eða landslögum, sbr. 68. gr ehfl. Tillögur til breytinga á samþykktum þessum skulu vera skriflegar og berast stjórn félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund, og skal þeirra getið í fundarboði.
Súðavík 6. ágúst 2014
Stjórn Melrakkaseturs Íslands ehf.