23.03.2016 - 11:02

Sumarstarf 2016

 Langar þig að ganga til liðs við Melrakkasetrið í sumar?

Opið er fyrir umsóknir til 6.apríl 2016.

Við á Melrakkasetrinu erum að leita að starfskrafti í sumar. Um er að ræða skemmtilegt starf, með skemmtilegu fólki á skemmtilegum stað í Súðavík.
Starfið felur í sér:
Taka vel á móti og þjóna gestum
Baka og elda frá grunni í kaffihúsinu okkar
Leiðbeina gestum um safnið og sýna þeim refina
Gefa ferðamönnum upplýsingar um svæðið
Almenn verk á setrinu eins og þrif, viðhald og önnur verkefni.
Brosa, hlæja og hafa gaman með okkur hinum

Við erum að leita að skemmtilegum og glaðlyndum einstaklingum með mikla þjónustulund sem finnst gaman að vinna með fólki og eru með jákvætt viðhorf.
Umsækjendur verða að vera 18 ára eða eldri, hafa góð tök á tveimur af eftirfarandi tungumálum: Íslensku, ensku eða þýsku. Ekki er verra að hafa reynslu af svipuðu starfi og reynsla á sviði líffræði/vistfræði verður tekin til greina.

Við erum að leita eftir einstaklingum sem geta byrjað að vinna hjá okkur um miðjan maí eða í byrjun júní og geta unnið þar til seint í ágúst eða september. Vaktirnar í júní-ágúst eru 11 tímar og skipulagið á þeim er 2, 2, 3. Þá er unnið í 2 daga, frí í 2, daga, unnið í 3, daga frí í 2, unnið í 2 daga, frí í 3 daga o.s.frv.

Við getum hjálpað til með tímabundið húsnæði í þorpinu yfir sumarið ef þarf.

Umsóknir sendist á fox@arcticfoxcenter.is fyrir 6.apríl 2016. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Midge (456-4922) eða senda tölvupóst á melrakki@melrakki.is.
06.01.2016 - 12:39

Fox Centre Volunteer Applications Close

The deadline for volunteer applications has now closed and we have recieved a record number of requests this year, so we would like to thank each and everyone who has shown not just an interest in our work but also a desire to help us too :-)

All applications will be answered by the end of this month.

We are still working on our research trip schedule and project details, but once all is in order will will announce the start of appliations to join our research teams on the Hornstrandir Nature Reserve

All the best, and thankyiou again

The Fox Pack of Súðavík
Vefumsjn