19.05.2009 - 22:11

Sumari framundan

Nú er hafinn undirbúningur starfsins í sumar og ærin verkefni framundan.
Yfir 20 tillögur bárust í handverkssamkeppnina, ætlunin er að fá sérstaka dómnefnd til að velja verðlaunatillögu og semja svo um framleiðslu á munum til sölu hjá okkur. Þetta verður erfitt enda glæsilegir gripir á ferð og við afar stolt af því að hafa kveikt í fólki til að galdra fram aðra eins kostagripi.

Við eigum aftur von á þeim Frank og Tobiasi í lok mánaðarins og þeir ætla að halda áfram við kvikmyndun á náttúru og dýralífi Vestfjarða. Á eftir þeim koma tveir aðrir kvikmyndaleiðangrar frá Frakklandi í svipuðum erindagjörðum.

Svo munum við halda norður í Hornvík og halda áfram með okkar hluta rannsóknanna fyrir The Wild North verkefnið sem við erum þátttakendur í. Einnig erum við að hanna skilti með upplýsingum um dýralíf og hvernig ber að sýna aðgát og nærgætni á tímgunartíma þegar fuglar eru með hreiður og ungviði ýmissa dýra er á viðkvæmu stigi.

Húsið bíður spennt eftir að fá yfirhalningu, raflagnir og pípulagnir og verður fljótlega farið í að vinna í því að koma því í stand fyrir haustið. 
 
13.05.2009 - 17:08

Frbrar undirtektir !

Melrakkasetrið þakkar frábærar undirtektir og þátttöku í samkeppni um gjafavörur !


Við erum alveg gapandi hissa á því hvað fólk er skapandi og frumlegt og hvað hægt er að búa til fallega muni tengda melrakkanum..


Allar innsendar tillögur verða skoðaðar með opnum huga og mun dómnefnd velja þær tillögur sem verða settar á vörulista í vefverslun. Samið verður um framleiðslu og sölufyrirkomulag við viðkomandi höfunda.


Þar sem um afar fallega muni er að ræða og ekki hægt að setja upp verslun í Eyrardalsbænum strax væri gaman að setja upp sýningu á hugmyndunum á ýmsum framleiðslustigum ef höfundar leyfa ..?

við hvetjum til áframhaldandi sköpunar og framleiðslu á handverki og nytjahlutum því það er aldrei til nóg af fallegum og hagnýtum munum ..
 

Vefumsjn