11.06.2009 - 09:50

Hornvk fyrstu verkefni sumarsins

 Hornvk  jn 2008
Hornvk jn 2008
Í dag mun hópur á vegum Melrakkaseturs Íslands halda til Hornvíkur, þar sem verður dvalið við rannsóknir og ýmis önnur verkefni í sumar.
Tobias Mennle og Frank Drygala munu halda áfram tökum á heimildarmynd um íslenska náttúru, með refina í aðalhlutverki. Ester og Tanja Geis sjálfboðaliði munu sinna verkefninu "áhrif ferðamanna á atferli refa", sem hófst í fyrra í samstarfi við Rannsókna- og fræðasetur HÍ í Bolungarvík.  
Ester mun auk þess athuga hlutfall grenja í ábúð, verkefni sem hefur staðið yfir í nokkur ár, með Náttúrustofu Vestfjarða.

Fyrsta ferðin verður í viku en kvikmyndatakan stendur lengur. Myndir og niðurstöður úr ferðinni verða settar á síðuna um leið og við komum tilbaka.
 
05.06.2009 - 08:19

Viurkenning fyrir tttku nmskeii

Nú hefur fyrsti hópurinn lokið þriggja kennslustunda námskeiði um melrakka í ferðamennsku. Námskeiðið var haldið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða miðvikudaginn 3. júní en vegna bilunar í fjarfunarbúnaði var aðeins hægt að fylgjast með á Ísafirði. 
Á námskeiðinu Var fjallað um melrakkann sem auðlind sem hægt er að virkja og nýta í sjálfbærri náttúrulífs-ferðamennsku á Íslandi. Um er að ræða þrjár kennslustundir. Í þeirri fyrstu er fjallað um tegundina sem slíka, líffræði, útbreiðslu og aðlögun að lífi á heimskautasvæðum. Önnur kennslustundin fjallar um hvar dýrin er helst að finna, vísbendingar um ferðir þeirra, hegðun og útlit, einkenni og „týpur". Fjallað verður um hvernig ber að umgangast villta refi og hvað ber að varast. Að lokum er farið yfir gildandi lög og reglur um villt dýr í náttúru Íslands. 

Þátttakendur fá viðurkenningu á að hafa lokið þessu námskeiði og mun það væntanlega koma þeim vel sem hafa hug á að stunda náttúrulífsferðamennsku hérlendis. 
Vefumsjn