13.05.2009 - 16:45

Spendżrafélag į Ķslandi

Nýlega var stofnað spendýrafélag á Íslandi en það er skipað fólki sem áhuga hefur á og stundar rannsóknir á íslenskum spendýrum. Félagið verður sambærilegt við spendýrafélög erlendis (e. mammal society) og eru um 30 manns á fyrsta félagalista en undirbúningsstjórn var kosin á Hvanneyri 25. apríl síðastliðinn.
Melrakkasetur Íslands hefur þann heiður að hýsa heimasíðu félagsins til að byrja með og er það vel við hæfi þar sem melrakkinn er eina upphaflega landspendýrið á Íslandi. Síðuna er að finna hér neðst á hliðarsíðunni.
Félagið er þó ekki bara fyrir þá sem rannsaka villt spendýr, á sjó og landi, heldur líka húsdýr. Fræðasviðin spanna m.a. almenna líffræði, vistfræði og atferlisfræði og spennandi að sjá hvernig félagið mun þróast.
Sagt er frá stofnun félagsins í þættinum "samfélagið í nærmynd" á rás 1 - hægt að hlusta hér 
13.05.2009 - 10:05

Frį Noregi: fyrsta got sumarsins

Frį vefmyndavélinni
Frį vefmyndavélinni
Í Þrændlögum í Noregi er starfrækt uppeldisstöð fyrir melrakka og þar eru 8 pör í girðingum og hálf-girtu svæði (sleppisvæði). Þeir eru með tilbúin greni þar sem komið hefur verið fyrir vefmyndavélum og í þeim má fylgjast með dýrunum sem koma inn til að hvílast og jafnvel læðum með yrðlinga.

Þann 3. maí gaut fyrsta læðan af átta og er þetta óvenju snemmt. Hér má sjá fréttina frá norsku náttúrufræðistofnuninni og hér er myndavélin. Það er líffræðingurinn Arild Landa sem hefur umsjón með uppeldisverkefninu.

Melrakkalæður á Íslandi eru líka langt komnar á meðgöngunni, þ.e. þær sem tímgast, en gera má ráð fyrir að þær gjóti í lok mánaðar. Fyrst um sinn halda þær sig inni í greninu því yrðlingarnir eru agnarsmáir og bjargarlausir og þurfa á henni að halda til að fá næringu og hlýju.

 
Vefumsjón