11.05.2015 - 21:49

Aalfundur Melrakkaseturs slands ehf.


 

Aðalfundarboð

 

 

 

Kæri hluthafi

 

 

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. verður haldinn föstudaginn

29. maí 2015 klukkan 17:00  í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.

 

 

 

Dagskrá fundarins verður í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins:

 

 1. Setning aðalfundarins
 2. Kosning fundarstjóra og ritara
 3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
 4. Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2014 til umræðu og afgreiðslu
 5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins).
 6. Kosning fimm manna stjórnar
 7. Kosning eins varamanns í stjórn
 8. Kosning löggilts endurskoðanda
 9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda
 10. Önnur mál sem löglega eru upp borin

 

 

Stjórnin leggur fram breytingatillögur á samþykktum félagsins og verða þær teknar til umræðu og atkvæða á aðalfundinum. Tillögurnar er hægt að nálgast á Melrakkasetrinu, með tölvupósti á melrakki@melrakki.is eða í síma .

 

Í 21. grein samþykkta félagsins segir:

Samþykktum þessum má breyta á lögmætum aðalfundi eða aukafundi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða svo og með samþykki hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 2/3 hlutum af því hlutafé í félaginu sem farið er með atkvæði fyrir á fundinum, enda sé annað atkvæðamagn ekki áskilið í samþykktum eða landslögum, sbr. 68. gr ehfl.  Tillögur til breytinga á samþykktum þessum skulu vera skriflegar og berast stjórn félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund, og skal þeirra getið í fundarboði.

 

 

 

 

                                                                                               Súðavík  11. maí 2015

                                                                                               Stjórn Melrakkaseturs Íslands ehf.

13.01.2015 - 11:00

Vetrarfa melrakka

Jnas Gunnlaugsson rnir magainnihald
Jnas Gunnlaugsson rnir magainnihald
« 1 af 2 »

Nýlega var lokið við verkefnið: Hvað eru refirnir að éta? sem fjallar um vetrarfæðu melrakka á Íslandi.

Skýrsla um verkefnið er hér á vefnum undir Verkefni-rannsóknir

Helstu niðurstöður voru þær að fiskar og egg fundust eingöngu í mögum af vesturlandi. Eggin voru væntanlega forði frá vorinu áður og líklega úr fýl. Hagamýs fundust aðallega í mögum af vesturlandi. Svipað hlutfall fugla var í mögum af báðum landsvæðum en andfulgar og spörfuglar (saman >50%) voru algengari í mögum á austanverðu landinu. Svartfuglar fundust eingöngu í mögum af vestanverðu landinu (23%). Rjúpur voru lítið eitt algengari á austanverðu landinu (28%) en vestanvert (23%) en fýlar og máfar fundust frekar í mögum vestanlands (15%) en austan (9%).


Hryggleysingjar voru fyrirferðamiklir í mögum, sérstaklega á austanverðu landinu. Meðal þeirra sem fundust voru lirfur og púpur ertuyglu (Melanchra pisi) en þetta eru stórar lirfur og próteinríkar


 

...
Meira
Vefumsjn