Innskrįning

08.03.2019 - 13:59

Nżir starfsmenn

Mynd: Phil Garcia
Mynd: Phil Garcia

Stephen Midgley, eða Midge eins og við köllum hann, hættir störfum í vor og nú auglýsum við eftir öðrum aðila í hans stað.
Midge hefur verið hjá okkur frá 2013 og ætlar nú að snúa sér að öðrum verkefnum. Nýr starfsmaður mun vonandi geta hafið störf fljótlega til að geta sett sig inn í starfið áður en Midge fer annað.

Auglýsinguna má sjá hér 
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ester Rut Unnsteinsdóttir, formaður stjórnar, í síma 8628219.
 
Sölvi Guðjónsson hefur verið ráðinn sem vaktstjóri í Melrakkasetrinu. Sölvi starfaði í Melrakkasetrinu síðastliðið sumar en hann er fæddur og uppalinn í Súðavík og ættaður úr Eyrardalsbænum í beinan karllegg. Sölvi hefur hafið störf og tekur á móti gestum á opnunartíma setursins eða samkvæmt samkomulagi í vetur. Þeir sem vilja koma í heimsókn er bent á að hringja í síma 4564922 eða senda póst á melrakki@melrakki.is

Sérstakir viðburðir eru auglýstir á Facebook síðu Melrakkasetursins.06.06.2018 - 15:22

Ašalfundur

 

 

 

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. verður haldinn laugardaginn

16. júni 2018 klukkan 19:30 í húsnæði félagsins í Eyrardal, Súðavík.

 

 

 

Dagskrá fundarins verður í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins:

 

1.      Setning aðalfundarins

2.      Kosning fundarstjóra og ritara

3.      Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár

4.      Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 til umræðu og afgreiðslu

5.      Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins).

6.      Kosning fimm manna stjórnar

7.      Kosning eins varamanns í stjórn

8.      Kosning skoðunarmenn

9.      Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna og varamanna

10.    Önnur mál sem löglega eru upp borin

 

 

 

 

Súðavík, 01. júni 2018

                                                                                              

 

 

Stjórn Melrakkaseturs Íslands ehf.

Sķša 1
Vefumsjón