Innskrįning

30.10.2016 - 18:04

Ašalfundur

Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. verður haldinn

laugardaginn 5. nóvember 2016 kl. 17.00 í Eyrardal

Dagskrá fundarins í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins:

1. Setning aðalfundarins
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2015
4. Lagðir fram ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2015 til umræðu og afgreiðslu
5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu (Óheimilt er að ákveða arð til eigenda félagsins)
6. Kosning fimm manna stjórnar
7. Kosning eins varamanns í stjórn
8. Kosning skoðunarmanna reikninga
9. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og skoðunarmanna
10. Önnur mál sem eru löglega upp borin

Við hvetjum félaga til að sækja fundinn og kynna sér starf Melrakkasetursins
með kveðjum
Stjórn og framkvæmdastjóri
23.03.2016 - 11:02

Sumarstarf 2016

 Langar þig að ganga til liðs við Melrakkasetrið í sumar?

Opið er fyrir umsóknir til 6.apríl 2016.

Við á Melrakkasetrinu erum að leita að starfskrafti í sumar. Um er að ræða skemmtilegt starf, með skemmtilegu fólki á skemmtilegum stað í Súðavík.
Starfið felur í sér:
Taka vel á móti og þjóna gestum
Baka og elda frá grunni í kaffihúsinu okkar
Leiðbeina gestum um safnið og sýna þeim refina
Gefa ferðamönnum upplýsingar um svæðið
Almenn verk á setrinu eins og þrif, viðhald og önnur verkefni.
Brosa, hlæja og hafa gaman með okkur hinum

Við erum að leita að skemmtilegum og glaðlyndum einstaklingum með mikla þjónustulund sem finnst gaman að vinna með fólki og eru með jákvætt viðhorf.
Umsækjendur verða að vera 18 ára eða eldri, hafa góð tök á tveimur af eftirfarandi tungumálum: Íslensku, ensku eða þýsku. Ekki er verra að hafa reynslu af svipuðu starfi og reynsla á sviði líffræði/vistfræði verður tekin til greina.

Við erum að leita eftir einstaklingum sem geta byrjað að vinna hjá okkur um miðjan maí eða í byrjun júní og geta unnið þar til seint í ágúst eða september. Vaktirnar í júní-ágúst eru 11 tímar og skipulagið á þeim er 2, 2, 3. Þá er unnið í 2 daga, frí í 2, daga, unnið í 3, daga frí í 2, unnið í 2 daga, frí í 3 daga o.s.frv.

Við getum hjálpað til með tímabundið húsnæði í þorpinu yfir sumarið ef þarf.

Umsóknir sendist á fox@arcticfoxcenter.is fyrir 6.apríl 2016. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Midge (456-4922) eða senda tölvupóst á melrakki@melrakki.is.
Sķša 1
Vefumsjón