Þakkarorð
Heimasíðan og öflun efnis á hana er fjármagnað með styrktarfé úr sjóði Menningarráðs Vestfjarða og Þjóðhátíðarsjóði
Fleiri styrkveitingar sem Melrakkasetrinu hafa borist:
Fjárlaganefnd Alþingis fyrir árin 2008, 2009, 2010, 2011
Styrktarsjóði Iðnaðarráðuneytisins vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar
Styrktarsjóði EBÍ
Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar
Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannís 2009
Menningarráð Vestfjarða haust 2009, 2010 og vor 2010
Þjóðhátíðarsjóður Íslands, desember 2009, 2010
Kristjana Samúelsdóttir, júní 2010
Vaxtarsamningur Vestfjarða 2010 (Villt dýr að féþúfu)
Umhverfisráðuneytið vegna rannsókna á Hornströndum, 2012, 2013, 2014, 2015, 2016
Veiðikortasjóður vegna vöktunar refasstofnsins 2012
Veiðikortasjóður vegna greiningar á magainnihaldi 2013
Iðnaðarráðuneytið vegna rekstrar Melrakkaseturs 2013-2015
Menningarráð vegna rekstrar Melrakkaseturs 2012 og 2013
Margir hafa komið að undirbúningi við stofnun melrakkasetursins og lagt hönd á plóginn með einum eða öðrum hætti.
Hugmyndina að setrinu á Páll Hersteinsson sem er fremsti sérfræðingur Íslands um heimskautarefinn. Verkefnið var fyrst kynnt af nemanda hans, Ester Rut Unnsteinsdóttur, á ferðamálaráðstefnu að Hömrum á Ísafirði vorið 2005. Seinna var hugmyndin reifuð á ráðstefnu á vegum Northern Coastal Experience sem eru samtök strandaþjóða sem eru í uppbyggingu menningar- og náttúrutengdrar ferðamennsku. Á báðum þessum ráðstefnum hlaut hugmyndin góðan hljómgrunn og gaf tilefni til að ætla að hægt væri að hrinda verkefninu í framkvæmd. Ester Rut tók að sér að leiða verkefnið og var félagið Melrakkasetur Íslands ehf stofnað í félagsheimili Súðavíkur 15. september 2007. Hún var ráðinn framkvæmdastjóri í janúar 2009 og Melrakkasetrið opnaði í hinu nýuppgerða og glæsilega húsi í Eyrardal þann 12. júní 2010.
Fjöldi fólks á þakkir skildar fyrir góðar undirtektir, ágætar hugmyndir og auðsýndan stuðning í garð Melrakkasetursins. Erfitt er að telja upp einstaka aðila en þó verð ég að nefna nokkra:
Guðrún Friðriksdóttir frá Súðavík, sem benti okkur á húsið í Eyrardal sem hentugan vettvang Melrakkasetursins. Ómar Már Jónsson, Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps sem unnið hefur ómetanlega að undirbúningi og líklegt að verkefnið hefði gengið mun hægar hefði hans ekki notið við. Magnús Alfreðsson smiður hefur séð um uppbyggingu hússins og teiknistofan Argos hannað endurgerðina. Barði Ingibjartsson, Dagbjört Hjaltadóttir og Vilborg Arnarsdóttir hafa komið með ýmsar hugmyndir og búa yfir mikilli þekkingu og reynslu sem komu sér vel í undirbúningsvinnunni. Arna Lára hjá AtVest aðstoðaði við áætlanagerð og stofnfundinn og gaf mörg góð ráð. Jón Jónsson á Ströndum sýndi verkefninu mikinn áhuga og miðlaði af sínum djúpa reynslubrunni. Ásbjörn Björgvinsson hjá Hvalamiðstöðinni á Húsavík og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir hjá Selasetri Íslands veittu upplýsingar um stofnun og starfsemi slíkra fyrirtækja. Þorleifur Eiríksson hjá Náttúrustofu Vestfjarða og Rögnvaldur Ólafsson hjá Fræðasetrum Háskóla Íslands komu með afar gagnlega sýn á rannsóknarþátt setursins. Þorleifur Ágústsson, Peter Weiss, Aðalsteinn Óskarsson, Halldór Halldórsson og Grímur Atlason komu með ýmsar gagnlegar hugmyndir varðandi rekstur setursins.
Einstaklega fallegar ljósmyndir Daníels Bergmann af tófum á Íslandi hafa birst í tengslum við auglýsingar og umfjöllun um melrakkasetrið, honum eru hér færðar þakkir fyrir.
Ýmsir aðrir hafa sýnt verkefninu áhuga og athygli og ber að þakka þessu fólki allan þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur - fólkinu fyrir vestan, aðilum í ferðaþjónustu, vísindamönnum frá Háskólanum í Tromsø og Norsk Polarinstitutt í Noregi.
Stuðningsaðilar:
Hluthafar Melrakkaseturs Íslands ehf.
Sveitafélagið Súðavíkurhreppur
Fjárlaganefnd Alþingis
Styrktarsjóður Iðnaðarráðuneytisins vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar
Styrktarsjóður Menningarráðs Vestfjarða
Þjóðhátíðarsjóður Seðlabanka Íslands
Styrktarsjóður EBÍ
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar
Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannís
Vaxtarsamningur Vestfjarða - Villt dýr að féþúfu
IFAW
Borea Adventures, gegnum 1% For The Planet
Kristjana Samúelsdóttir
Samstarfsaðilar:
Náttúrustofa Vestfjarða, Þorleifur Eiríksson
Háskóli Íslands, Páll Hersteinsson
Fræðasetur Háskóla Íslands í Bolungarvík, Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir
Vesturferðir
Borea Adventures
Hið Villta Norður - The Wild North
Fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík, Selasetur Íslands, Sveitafélagið Skagaströnd o.fl.
Hornstrandastofa - Jón Björnsson
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
Sveitafélög á Vestfjörðum
Refaveiðimenn á Vestfjörðum
Fjórðungssamband Vestfjarða
Ferðamálasamtök Vestfjarða
Kómedíuleikhúsið
Byggðasafn Vestfjarða
Og miklu fleiri.....
Vinir og velgjörðarmenn Melrakkaseturs:
Páll Hersteinsson, upphaflega hugmyndin og fræðilegt bakland
Sveitastjórn og Íbúar Súðavíkurhrepps
Stjórn, hluthafar og fjölskyldur þeirra
Guðmundur Jakobsson frá Reykjafirði
Kjartan Geir Karlsson sr. og nafni hans jr.
Daníel Bergmann
Tobias Mennle
Jim Lamont
Hjalti Stefánsson
Þórður Sigurðsson/ Doddi ljósmyndari
Vilhelm Gunnarsson
Ágúst Atlason
Matt Willen
Frank Drygala
Hálfdán Helgi Helgason
Birna Lárusdóttir, fornleifafræðiingur
Ómar Smári Ómarsson
Hólmfríður Sigþórsdóttir
Karl Skírnisson
Loftur Ingason
Jón Ragnarsson
Helgi Frímerkjasafnari
Árni hjá Símanum, húsgögn á skrifstofuna
Davíð Þór Valdimarsson
Davíð Davíðsson
...
Veiðimenn:
• Guðmundur Jakobsson
• Kjartan Geir Karlsson
• Valur Richter
• Guðmundur Valdimarsson
• Jóhann Hannibalsson
• Valdimar Gíslason
Sjálfboðaliðar:
Þórir Sigurhansson, Fjóla Þórisdóttir, Fanney Þórisdóttir, Hjörleifur Einarsson, Ólafur Jens Sigurðsson, Loftur Ingason, Jón Ragnarsson, Veiga, Salla, Oddný, Barði, Lilja Kjartans, Dagný Axels, Laufey Friðriks, Ellen Mooney, Alan Deverell, Deb, Astrid, Eitienne, Petrína Sigurðardóttir, Oddur Elíasson, Tanja Geis, Henry Fletcher, Danielle Stollak, Ingibjörg og Ragna, sem þekkja húsið í Eyrardal, Þröstur Reynisson, Sigurður Atlason, Jón Jónsson og margir fleiri..
Englar:
Mömmur, ömmur, vinir, frændur og frænkur og krakkar ... allir sem hafa sýnt áhuga og segja öllum hinum frá
Ónefndur sendibílstjóri frá Nýju Sendibílastöðinni sem gerði okkur ómældan greiða í verslun Ikea
Salla sem lánaði sófann sinn og bollastellið úr Eyrardal, Helga og Þóra sem komu með bollastell og gamla fallega hluti, Bogga sem kom með borðið í Herráðstofuna, fleiri sem hafa komið með persónulega muni til að lána eða gefa safninu.
Fulltrúar í Fjárlaganefndum, Ráðherra ferðamála og hennar starfslið, Ráðherra Menntamála og hennar starfslið, Ráðherra umhverfismála og hennar starfslið.
Þátttakendur í logo samkeppni - vinningshafinn Kári Jarl
Þátttakendur í handverks samkeppni - dómarar: Sunneva og Áslaug Alfreðs - vinningshafar: Anna Sigríður Sigurjónsdóttir (refaspor í grjóti), Finnur gullsmiður (refahaus hálsmen), Berglind (krosssaumsmynd af ref).
Gunna Beta -Gaf Melrakkasetrinu Gestabók úr fiskroði og refaskinni !
Valdimar Gíslason á Mýrum - Herráðið allt
Guðmunda Guðmundsdóttir - dóttir og eiginkona mestu refaskyttna landsins, dóttir Guðmundar Einarssonar og eiginkona Jóns Oddssonar
Fyrirtæki sem hafa sýnt okkur einstaka velvild:
Ljósmyndavörur, Fotoval, Prentsmiðjan Guðjón Ó, H-Prent, Núpur Ísafirði, Sense, Rúmfatalagerinn, Víkurbúðin, Flytjandi, Heydalur, Grunnskóli Súðavíkurhrepps, Síminn, Ölgerðin, og fleiri.
Verkefnið var fyrst kynnt á ferðamálaráðstefnu að Hömrum á Ísafirði vorið 2005 og seinna á öðrum vettvangi hlaut hugmyndin strax góðan hljómgrunn og gaf tilefni til að ætla að hægt væri að hrinda verkefninu í framkvæmd. Það var þó ekki fyrr en við skoðuðum húsið í Eyrardal sem skriður komst á málin. ..